G.Run hlýtur nýsköpunarverðlaun Vesturlands 2018

Deila:

Á Nýsköpunardegi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi síðastliðinn fimmtudag voru afhent árleg Nýsköpunarverðlaun. Þau kom að þessu sinni í hlut rótgróins fyrirtækis í landshlutanum, Guðmundar Runólfssonar hf. í Grundarfirði.

Í máli Páls S Brynjarssonar framkvæmdastjóra SSV kom fram að verðlaunin fengi fyrirtækið fyrir óvenju metnaðarfulla uppbyggingu nýrrar hátæknilegrar fiskvinnslu í Grundarfirði. Ekkert væri til sparað að leysa verkefnið vel af hendi og til fyrirmyndar hvernig hlúð er að samfélaginu í heimabyggð. Verðlaununum veittu móttöku þau Rósa Guðmundsdóttir framleiðslustjóri og faðir hennar Guðmundur Smári Guðmundsson, en bæði ávörpuðu þau samkomuna.

Frá þessu er greint á vef Skessuhorns, en ítarlega verður greint frá verkefni G.Run í næsta Skessuhorni.

 

 

Deila: