Heimsókn frá ráðstefnugestum á heimsþingi kvenleiðtoga

Deila:

Heimsþing kvenleiðtoga 2018 er haldið í Hörpu 26. – 28. nóvember, yfir 400 kvenleiðtogar frá 80 löndum sitja þingið.

Í tilefni af Heimsþinginu bauð HB Grandi hópi þátttakenda til hádegisverðar í Marshallhúsinu ásamt konum frá Samtökum kvenna í sjávarútvegi.

„Boðið var upp á karfa og þorsk frá Helgu Maríu AK–16 sem landaði fyrr um morguninn. Fiskurinn var einstaklega ljúffengur og ekki spillti útsýnið yfir höfnina á þessum fallega degi.

Guðmundur Kristjánsson forstjóri HB-Granda bauð hópinn velkominn, en auk hans tóku til máls Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS og Agnes Guðmundsdóttir formaður Samtaka kvenna í sjávarútvegi.

Þetta var einstaklega ánægjuleg heimsókn og þrátt fyrir mikinn fjölda gesta sem heimsækja HB Granda þá er það ekki á hverjum degi að til okkar koma leiðtogar frá öllum heimshlutum.

Þess má geta að HB Grandi er einn af bakhjörlum Heimsþings kvenleiðtoga og stoltur stuðningsaðili við þennan mikilvæga málaflokk,“ segir í frétt frá HB Granda.

 

Deila: