Minni rekstrarhagnaður HB Granda

Deila:

Rekstrartekjur HB Granda samstæðunnar á þriðja árfjórðungi voru 49,2 milljónir evra og 149,2 milljónir á fyrstu níu mánuðum ársins. Samsvarndi afkomutölur á síðasta ári voru  62,0 milljónir  á þriðja ársfjórðungi, og á fyrstu níu mánuðum  158,8 milljarðar.  EBITDA nam 13,5 milljónir á þriðja ársfjórðungi og 24,1 milljónum á fyrstu níu mánuðum ársins. EBIDA á þriðja ársfjórðungi í fyrra var 18,4 milljónir evra og 32,2 milljónir á fyrstu níu mánuðunum. Hagnaður á þriðja ársfjórðungi var 8,2 milljónir efra og á fyrstu níu mánuðum ársins 11,2 milljónir. Hagnaður á þriðja ársfjórðungi í fyrra var 11,6 milljónir evra og 17,3 milljarðar á fyrstu níu mánuðunum. Handbært fé frá rekstri nam 17,4 milljónum evra á fyrstu níu mánuðum ársins, en var 13,2 milljónir á sama tíma í fyrra.

Rekstur fyrstu níu mánaða ársins 2018

Rekstrartekjur HB Granda hf. á fyrstu níu mánuðum ársins 2018 námu 149,2 m€, samanborið við 158,8 m€ árið áður.  Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 24,1 m€ eða 16,2% af rekstrartekjum, en var 32,3 m€ eða 20,3% árið áður.  Áhrif fjáreignatekna og fjármagnsgjalda voru neikvæð um 1,4 m€, en voru neikvæð um 3,7 m€ á sama tíma árið áður.  Áhrif hlutdeildarfélaga voru jákvæð um 1,9 m€, en voru jákvæð um 3,1 m€ árið áður.  Hagnaður fyrir tekjuskatt var 14,0 m€ og hagnaður tímabilsins var 11,2 m€.

Efnahagur

Heildareignir félagsins námu 533,4 m€ í lok september 2018. Þar af voru fastafjármunir 445,0 m€ og veltufjármunir 88,4 m€.  Eigið fé nam 258,7 m€, eiginfjárhlutfall í lok september var 48,5%, en var 51,6% í lok árs 2017. Heildarskuldir félagsins voru í septemberlok 274,7 m€.

Sjóðstreymi

Handbært fé frá rekstri nam 17,4 m€ á tímabilinu, en nam 13,2 m€ á sama tíma fyrra árs.  Fjárfestingarhreyfingar námu 28,7 m€.  Fjármögnunarhreyfingar voru jákvæðar um 9,9 m€.  Handbært fé lækkaði því um 1,4 m€ á tímabilinu og var í lok september 16,2 m€.

Meginniðurstöður færðar til íslenskra króna

Séu niðurstöður rekstrarreiknings reiknaðar til íslenskra króna á meðalgengi fyrstu níu mánaða ársins 2018 (1 evra = 124,15 kr) verða tekjur 18,5 milljarðar króna, EBITDA 3,0 milljarður og hagnaður 1,4 milljarðar.  Séu niðurstöður efnahagsreiknings reiknaðar til íslenskra króna á gengi 30. september 2018 (1 evra = 128,34 kr) verða eignir samtals 68,5 milljarðar króna, skuldir 35,3 milljarðar og eigið fé 33,2 milljarðar.

Skipastóll og afli

Í skipastól félagsins voru í septemberlok átta skip.  Verið er að skoða sölu á frystitogaranum Þerney sem er í smíðum á Spáni.  Á fyrstu níu mánuðum ársins 2018 var afli skipa félagsins 36 þúsund tonn af botnfiski og 97 þúsund tonn af uppsjávarfiski.

Önnur mál

Í september samþykkti stjórn HB Granda samning um kaup á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Ögurvík ehf. sem gerður var þann 7. september 2018.  Kaupverðið er 12,3 milljarðar króna (um 96 milljónir evra).  Hlutabréfin verða afhent við greiðslu kaupverðs.  Á framhaldshluthafafundi HB Granda sem haldinn var 2. nóvember 2018 staðfestu hluthafar ákvörðun stjórnar.  Samkeppniseftirlitið tilkynnti félaginu þann 22. nóvember að það „teldi ekki ástæðu til að aðhafast frekar“ vegna viðskiptanna, og eru þar með allir fyrirvarar vegna kaupanna fallnir niður.

Í byrjun júní seldi eignarhaldsfélagið Deris S.A., sem HB Grandi á 20% hlut í, allar eignir fiskeldisfyrirtækisins Salmones Friosur S.A. til Exportadoa Los Fiordos Limitada (dótturfélags Agrosuper S.A).  Stjórnvöld í Síle samþykktu viðskiptin í lok október.  Lok viðskipta eru áætluð í byrjun desember 2018 en unnið er að því að flytja leyfin til fiskeldis yfir á nýja eigendur.  Söluverðið var 229 milljónir usd eða um 198 milljónir evra á söludegi.    Áhrif sölunnar á rekstarafkomu Deris S.A. að teknu tilliti til skatta eru áætluð 103 milljónir usd (um 89 milljónir evra) og 20% hlutur HB Granda í þeim 21 milljón usd (18 milljónir evra).

 

Árshlutareikningur 30.09.2018.pdf

Afkoma HB Granda hf 3Q2018.pdf

 

Deila: