Atvinnukafarar útskrifaðir

Deila:

Köfunarnámskeiði Landhelgisgæslunnar, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og ríkislögreglustjóra lauk í lok nóvember með útskrift ellefu nemenda. Þrír þeirra eru starfsmenn Landhelgisgæslunnar en um er að ræða eina allra erfiðustu þrekraun sem starfsmenn stofnunarinnar gangast undir.

Því er um mikið afrek að ræða og með útskriftinni var langþráður draumur margra að rætast. Nemendurnir ellefu útskrifuðust sem atvinnukafarar eftir langt og strangt námskeið. Útskriftin sem fram fór í gær var haldin í slökkvistöðinni á Tunguhálsi og Landhelgisgæslan óskar útskriftarnemunum innilega til hamingju með áfangann.

Deila: