Amber enn fast á rifinu

Deila:

Hollenska flutningaskipið Amber, sem strandaði á sandrifi í innsiglingu Hornafjarðarhafnar í gær morgun, hefur ekki náðst á flot. Vonir stóðu til að það tækist á flóði í gærkvöldi og í morgun en það reyndist ekki unnt.

Gerð verður tilraun til þess á flóði í kvöld. Vegna aðsteðjandi lægðar er vonast til að kvöldflóðið verði meira þannig að skipið komist á flot.

Amber var á leið til Hornafjarðar með saltfarm. Átta manna áhöfn er á skipinu. Engan sakaði þegar það strandaði og ekki er talið að það hafi skemmst við óhappið.

Deila: