Minna á flutning aflahlutdeilda fyrir áramót

Deila:

Um komandi  áramót lýkur veiðitímabili þeirra fisktegunda þar sem veiðitímabilið er almanaksárið. Þessar tegundir eru: Norsk-íslensk síld, kolmunni, úthafskarfi, Barentshafsþorskur, Flæmingjarækja og Eldeyjarrækja.

Fiskistofa minnir útgerðaraðila á að umsóknir um millifærslu hlutdeilda með öllum fylgigögnum verða að berast fyrir 15. desember ef  þær eiga að hafa áhrif á úthlutun um áramót sbr. 3. mgr. 12. gr. reglugerðar nr. 674/2018  um veiðar í atvinnuskyni.

Samkvæmt 15. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða skulu tilkynningar um flutning á aflamarki í þessum tegundum hafa borist Fiskistofu eigi síðar en 15 dögum eftir að veiðitímabili lýkur.

 

Deila: