Síbreytilegt landslag fiskvinnslu

Deila:

Seafood ShowHow lauk mánudaginn 19. nóvember. Þessi árlega fjögurra daga sýning fór fram í Seattle, í húsnæði Marel á Pier 91. Gestum var meðal annars boðið upp á sýnikennslu, gestafyrirlestra, sýndarveruleikaupplifun og opið hús. Frá þessu er sagt á heimasíðu Marel.

Fjölmargir gestir gripu tækifærið og sáu bæði vél- og hugbúnað í verki á fjögurra daga Seafood ShowHow. Þar mátti til dæmis sjá hvernig fullbúin vinnslukerfi Marel besta bæði verkun og afköst, og í VIP-sýnikennslu gátu gestir keyrt eigin vörur í gegnum línurnar.

Nýja Innova-stofan á Seattle skrifstofu Marel reyndist frábær vettvangur á meðan sýningunni stóð, fyrir umræður um hvernig Innova hugbúnaðurinn bætir bæði afköst og framleiðslustýringu.

Á fyrsta degi fjölluðu gestafyrirlesarar um ýmis mál tengd fiskvinnslu – og það ekki alltaf á hefðbundinn hátt.

Auðlindastjórnun – að hætti Gullbrár

Ray Hilborn er prófessor við Washingtonháskóla og einn helsti rannsakandi Alaska Salmon verkefnisins sem skólinn hafur staðið fyrir í áraraðir. Hilborn hefur því einstaka sýn á þau vandamál sem fiskimiðastjórnun stendur frammi fyrir í dag. Lagði hann til heldur óhefðbundnar lausnir.

Hilborn greindi frá því hvernig hugmyndin um „ofveiði“ er gjarnan misskilin, sem hefur leitt til þess að í dag eru sumir fiskistofnar í vanda vegna „vanveiði“. Hilborn notar hina svokölluðu Gullbrárfléttu til þess að kortleggja veiðistjórnunarkerfi og meta hvernig þau hámarka sjálfbæra veiði til lengri tíma. Með aðferðum sínum hefur hann því sýnt hversu mikil veiði er hvorki of né van, heldur einmitt hæfileg.

Innleiðing tækni í fiskvinnslu

Colin Tippett er aðstoðarforstjóri vinnsluframfara hjá Icicle Seafoods/Cooke Aquaculture. Hann deildi með gestum reynslu sinni af tæknivæðingu fiskvinnslu á afskekktum stöðum. Einnig fór hann yfir hagnýt atriði og sagði frá því hvernig Icicle Seafoods hefur tekist á við þessa áskorun.

Mikill munur getur verið á því að tæknivæða fiskvinnslu við eldisstöðvar eða afskekktar verksmiðjur í Alaska. Þannig lagði Tippett meðal annars áherslu á menningarsjokkið sem getur fylgt því að tileinka sér gagnadrifna vinnslustjórnun í stað þess að fylgja tilfinningunni.

Hugbúnaður breytir matvinnsluiðnaðinum

Þrír hugbúnaðarsérfræðingar frá Marel stiga á svið eftir hádegi og beindu sviðsljósinu að því hvernig Innova framleiðsluhugbúnaðurinn býður nú upp á fulla framleiðslustýringu.

Yfir 2000 verksmiðjur víðsvegar um heiminn nota Innova, en hugbúnaðurinn býður upp á rekjanleika í gegnum alla virðiskeðjuna og betri gæðastjórnun. Þetta er sérlega mikilvægt í því að tryggja jöfn gæði vörumerktra afurða.
Búið undir breytingar

Sigurður Ólason, framkvæmdastjóri fiskiðnaðar hjá Marel var meðal fyrirlesara. Hann sagði frá sýn og hlutverki Marel í hvernig búa á iðnaðinn undir breytingar í framtíðinni og fjallaði um það verkefni að fæða tíu milljarða manns árið 2050.

Lára Pétursdóttir er framkvæmdastjóri nýstofnaðs Sjávarklasa í Seattle en hann er systur klasi Íslenska Sjávarklasans. Hún greindi frá eðli og gildi sjávarklasa um allan heim, en þeir gegna mikilvægu hlutverki í að móta framtíð iðnaðarins. Sjávarklasar styðja við betri nýtingu á öllum hlutum fisksins og skapa ný tækifæri með því að tengja saman frumkvöðla, fyrirtæki og þekkingu, innan sem utan sjávariðnaðarins.

Á öllum ShowHow viðburðum Marel má finna sýnikennslu, gestafyrirlesara, kynningar frá Marel og tækifæri til tengslamyndunar. Dagskrá yfir Marel ShowHow og aðra viðburði má finna hér: marel.com/fish-processing/events

 

Deila: