Mikið álag á Gæslunni

Deila:

Mikið álag hefur verið á fjölmörgum deildum Landhelgisgæslunnar og þegar ellefu mánuðir voru liðnir af árinu höfðu loftför stofnunarinnar farið í 265 útköll og hafa þau aldrei verið fleiri. Af einstökum málum vakti mikla athygli þegar rifbeinsbrotinn sigmaður Landhelgisgæslunnar bjargaði 15 skipverjum Fjordvik við erfiðar aðstæður í Helguvík. Flugvélin TF-SIF fann um 2900 manns við Miðjarðarhaf í vetur og æfing Atlantshafsbandalagsins, Trident Juncture, setti svip sinn á starfsemi Gæslunnar í haust.

Þetta kemur fram í annál Landhelgisgæslunnar fyrir síðasta ár, sem birtur er á heimasíðu Gæslunnar.

„Á síðasta degi ársins 2018 horfir Landhelgisgæslan björtum augum til framtíðar og hlakkar til ársins 2019. Við óskum landsmönnum öllum farsældar á nýju ári,“ segir á heimasíðunni.

Annálinn má sjá í heild á slóðinni http://www.lhg.is/frettir-og-fjolmidlar/frettasafn/frettayfirlit/annall-2018

 

 

Deila: