Tæplega 100.000 tonna kvóti í norsk-íslensku síldinni

Deila:

Vilhelm Þorsteinsson EA fær úthlutað mestum heimildum í norsk-íslenskri síld á þessu ári samkvæmt upplýsingum Fiskistofu, sem hefur lokið úthlutun á síldinni nú. Leyfilegur heildarafli nú verður 98.00 tonn eftir tilfærslur milli ára. Kvótinn í fyrra var 85.500 tonn með tilfærslum milli ára, en alls veiddust 81.726 tonn af norsk-íslensku síldinni.

Úthlutun Vilhelms er 10.312 tonn, en hann hefur reyndar verið seldur úr landi og því munu heimildir hans flytjast yfir á önnur skip Samherja svo Margréti sem mun taka við keflinu af Vilhelm þar til nýtt skip kemur í flotann í það Vilhelms.

Næstu skip eru Síldarvinnsluskipin Beitir NK og Börkur NK. Beitir fær 9.618 tonn og Börkur 9.050 tonn. Næsta skip er svo Sigurður VE með 8.047 tonn. Alls fengu 18 skip úthlutun í ár.

Þrjú skip skáru sig úr við veiðar á norsk-íslensku síldinni á síðasta ári; Vilhelm varð aflahæstur með 8.887 tonn, næstur var Börkur með 8.749 tonn og þá Beitir með 8.117 tonn.

Deila: