Svipting Kleifabergsins kærð

Deila:

Kæra frá Útgerðarfélagi Reykjavíkur verður send atvinnuvegaráðuneytinu allra næstu daga samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu samkvæmt frétt á ruv.is.

Kærð verður ákvörðun Fiskistofu um að svipta Kleifabergið veiðileyfi í þrjá mánuði vegna brottkasts. Afgreiðsla ráðuneytisins tekur tíma því Fiskistofa þarf að bregðast við kærunni og Útgerðarfélagið fær tækifæri til andsvara. Svipting veiðileyfisins á að taka gildi 4. febrúar samkvæmt ákvörðun Fiskistofu. Útgerðarfélagið hefur hins vegar möguleika á því að fara fram á frestun réttaráhrifa og þannig gæti Kleifabergið haldið áfram veiðum að minnsta kosti þar til úrskurður ráðuneytisins liggur fyrir.

 

Deila: