Halldór Ármannsson formaður Siglingaráðs

Deila:

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur skipað Halldór Ármannsson fv. formann Landssambands smábátaeigenda til að gegna formennsku í siglingaráði.   Hlutverk siglingaráðs er að vera ráðherra til ráðuneytis um siglinga-, hafna- og öryggismál sjófarenda.

Helstu verkefni sem siglingaráð kemur að eru:

  • að móta tillögu að öryggisáætlun  sjófarenda með Samgöngustofu
  • að vinna að langtímaáætlun í öryggismálum sjófarenda, ásamt því að hafa eftirlit með framgangi hennar og stuðla að samstarfi þeirra aðila sem  að henni koma
  • að veita umsagnir um lagafrumvörp og drög að reglugerðum er varða siglinga- og hafnamál, ásamt EES- reglugerðum og innleiðingu þeirra
  • að veita umsögn um tillögu samgönguráðs að samgönguáætlun hvað varðar málefni siglinga og hafna
  • að stofna vinnuhópa um afmörkuð verkefni sem ráðið ákveður að ráðast í eða ráðherra felur því að vinna
  • að fjalla um önnur mál á sviði siglinga og hafna að ósk ráðherra eða einstakra  ráðsmanna.

Halldór tekur við formennsku af Ásbirni Óttarssyni fv. alþingismanni. Fulltrúi LS í ráðinu er Axel Helgason formaður. Frá þessu er sagt á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda sem óskar Halldóri til hamingju með formennskuna, jafnframt sem fráfarandi formanni er þakkað fyrir sín störf.

 

Deila: