Kleifaberg með fullfermi af ýsu og ufsa

Deila:

Frystitogarinn Kleifaberg RE kom í land í morgun með fullfermi af ýsu og ufsa eftir 19 daga túr, þrátt fyrir miklar brælur. Kleifabergið er þannig fyrsti frystitogarinn til að landa á þessu ári. Aflaverðmætið er 210 milljónir króna.

Aflaverðmæti skipsins á síðasta ári var 2.650 milljónir og var aflinn 11.800 tonn miðað við fisk upp úr sjó. Ekkert skip landar að jafnaði meiru af aukategundum en Kleifabergið, en eftir þennan túr landar skipið 11 fisktegundum. Á þessu ári er Kleifabergið búið að landa á milli 700 og 800 tonnum af ýsu. Þeir láta ekki deigan síga áhöfnin á Kleifaberginu, þrátt fyrir illt umtal.

Deila: