Auglýst eftir tilboðum í þorsk í Barentshafi

Deila:

Fiskistofa auglýsir nú eftir tilboboðum í 296 tonn af þorski í norskri lögsögu í skiptum fyrir aflamark í þorski í íslenskri lögsögu. Við mat tilboða er stuðst við meðalverð aflamarks síðasta mánaðar. Viðmiðunarverð síðasta mánaðar: þorskur 152,61 kr/kg.

Tilboðsmarkaðurinn opnar klukkan 13:00 í dag fimmtudaginn 24. janúar 2019. Ekki er gerð krafa um lágmarkstilboð.

Athugið að samkvæmt gjaldskrá Fiskistofu ber að greiða 12.900 krónur fyrir hverja úthlutun aflaheimilda á tilboðsmarkaði. Þannig ber tilboðsgjafa að greiða þá upphæð fyrir hvert tilboð sem tekið er að fullu eða að hluta.

Eingöngu er unnt að gera tilboð í gegnum UGGA, upplýsingagátt Fiskistofu. Tilboðsmarkaðinn má finna undir Umsóknir/Þjónusta. Vakin er athygli á að Ugginn sendir sjálfkrafa staðfestingu um móttöku tilboðs. Tilboð telst ekki móttekið nema slík staðfesting berist.

Deila: