Njóta leiðsagnar vísindamanna Matís

Deila:

Hlutverk og þáttur Matís í menntun og þjálfun nemenda er mikill og er fyrirtækið með sterk tengsl við marga virta erlenda háskóla.

Fjöld innlendra sem erlendra nemenda víðsvegar úr heiminum hafa notið góðs af leiðsögn vísindamanna Matís og þeirri framúrskarandi aðstöðu sem fyrirtækið getur boðið nemendum. Þeim þykir Matís spennandi kostur vegna þess hversu vel fyrirtækið er tengt bæði háskólaumhverfinu og fyrirtækjum, enda eru flest nemendaverkefnin af þeim toga að verið er að vinna vísindaleg verkefni með hagnýtingu í huga.

Meðfylgjandi mynd er af þeim erlendu nemum sem eru í Matís í byrjun árs 2019 en þau eru frá Aruba, Danmörku, Englandi, Frakklandi, Ítalíu og Þýskalandi.

Deila: