Ísland kaupir rækju frá Noregi

Deila:

Útflutningur á rækju á rækju frá Noregi í janúar nam 1.800 tonnum, sem er vöxtur um 1.200 tonn eða þreföldun. Verðmætið jókst ekki í sama hlutfalli eða rúmlega tvöfaldaðist. Íslenskar rækjuvinnslur keyptu 800 tonn af þessari rækju til pillunar og útflutnings á ný.

Aukinn rækjuafli Norðmanna stafar af því að minni heimildir til veiða á þorski og ýsu leiða til aukinnar sóknar í rækjuna.

Heimildir til veiða á úthafsrækju á þessu ári hér við land eru 6.500 tonn og hafa aðeins 10% af því verið veidd eða 627 tonn. 9 bátar hafa landað rækju og er tvö þeirra með langmestan afla, Múlaberg SI með 157 tonn og Vestri BA með 100 tonn.

 

Deila: