Við erum allir sérvitringar….!

Deila:

Slippurinn Akureyri er í fréttunum þessa dagana enda verið að gera stóran samning við norska skipasmiðju um hönnun og uppsetningu á búnaði á millidekki fyrir togara sem þar er í smíðum. Því er það við hæfi að maður vikunnar sé starfsmaður slippsins. Hann hefur mikinn áhuga á körfubolta, stangveiði og skotveiði og langar í veiðiferð til Rússlands.

Nafn?

Ólafur Jón Ormsson.

Hvaðan ertu?

Fæddur og uppalinn í Vesturbæ Reykjavíkur.

Fjölskylduhagir?

Giftur, 4 dætur.

Hvar starfar þú núna?

Sviðstjóri / Verkefnastjóri í Slippnum Akureyri ehf.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Ég hef unnið í kringum sjávarútveg í tæp 20 ár.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Eiga samskipti við það skemmtilega og ólíka fólk sem starfar við sjávarútveginn og vinna með því að lausnum.

En það erfiðasta?

Við erum allir sérvitringar og vitum yfirleitt allt best……

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í störfum þínum?

Þegar ég var beðinn um að aðstoða þekktan íslenskan leikstjóra með að gera listaverk og fékk greitt með árituðu eintaki af „Hrafninn flýgur“.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Jón Dofri Baldursson, er einn duglegasti og viljugasti maður sem ég hef unnið með. Alltaf tilbúinn að hjálpa.

Hver eru áhugamál þín?

Körfubolti, Stangveiði/skotveiði.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Lambahryggur.

Hvert færir þú í draumfríið?

Veiðiferð til Rússlands.

 

Deila: