Auglýst eftir umsóknum um byggðakvóta
Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög skv. Ákvæðum reglugerðar um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2018/2019.
Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í neðanskráðum byggðalögum:
- Dalvíkurbyggð (Dalvík, Árskógssandur, Hauganes)
- Fjallabyggð (Siglufjörður, Ólafsfjörður)
- Tálknafjörður
- Sveitarfélagið Skagafjörður (Sauðárkrókur, Hofsós)
Eftirfarandi sveitarfélag hefur ákveðið að byggðakvóta skuli úthlutað samkvæmt reglugerð ráðuneytisins nr. 685/2018 (þ.e. engar sérreglur):
- Vopnafjörður
Vakin skal athygli á því að umsóknin telst ekki gild nema samningur um vinnslu fylgi. Samningum þarf að skila áður en umsóknarfrestur er liðinn.
Umsóknarfrestur er til og með 25. febrúar 2019