Pönnusteiktur þorskur í í hvítvíni með basil og tómötum
Nú er rétti tíminn til að fá sér þorsk, vertíðin komin á fullt og ferskan þorsk af fá sem aldrei fyrr. Þessi uppskrift á einhverjar rætur að rekja til Suður-Evrópu, en hver sem uppruninn er, er þetta algjör veislumatur. Það er bara að skella sér út í búð, kaupa það sem til þarf og gjöra góða veislu fyrir kvöldmatinn. Eta og njóta.
Innihald:
Sósan:
2 msk olívuolía
½ tsk raupar piparflögur, muldar
2-3 hvítlauksrif, marin
300 g cherry tomatar, skornir til helminga
1 dl þurrt hvítvín
Lófafylli af ferskri basilíku, fínt söxuð
2 msk sítrónusafi
½ tsk rifinn sítrónubörkur
½ tsk salt
¼ tsk svartur pipar
Þorskurinn:
2 msk ólívuolía
800 g af ferskum þorskhnökkum í fjórum jafnstórum stykkjum
Salt og pipar
Aðferðin:
Hitið ofninn í 108°C
Sósan:
Hitið olíuna í stórri pönnu á miðlungs hita. Setjið muldu pipatflögurnar og hvítlaukinn út í og kraumið í eina mínútu, eða þar til hvítleukurinn fer að taka lit. Bætið tómötunum út í og látið krauma þar til þeira fara að mýkjast, 9 til 12 mínútur. Bætið hvítvíninu út í, hrærið og látið blönduna krauma smávegis. Bætið loks basilíku, sítrónusafa og sítrónuberki, salti og pipar út í og sjóðið í 2 mínútur. Hellið sósunni í skál og leggið til hliðar.
Þorskurinn:
Hitið olíuna á stórri pönnu á miðlungs hita. Kryddið fiskstykkin báðu megin með salti og pipar. Setjið fiskinn á pönnuna og steikið fiskinn í 5 til 7 mínútur eftir þykkt þannig að hann verði gylltur. Snúið fiskinum og setjið pönnuna inn í heitan ofninn og bakið í 5 mínútur til viðbótar. Hellið sósunni yfir og berið fram. (Ef pannan er ekki gerð til að fara inn í ofn, er fiskurinn einfaldlega eldaður áfram á henni á eldavélinni eftir að fisktykkjunum hefur verið snúið við).
Með þessum rétti er gott salat að eigin vali fínt, kartöflur eða grjón eða gott ferskt brauð.