Viðbótarskýrsla fullnægjandi

Deila:

Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps segir í umsögn sinni um viðbótarfrummatsskýrslu frá Arctic Sea Farm og Arnarlax að hún „uppfylli skilyrði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum og geri grein fyrir framkvæmdinni á fullnægjandi hátt.“

Viðbótarskýrslan er tilkomin vegna úrskurða Úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamála, sem felldi úr gildi bæði starfsleyfi og rekstrarleyfi fyrirtækjanna til framleiðslu á 14.500 tonnum af lax í Tálknafirði og Patreksfirði.

Aðrir kostir ekki raunhæfir

Þá segir í umsögn sveitarstjórnar að með skýrslunni hafi verið bætt úr þeim annmörkum sen UUA taldi vera á matsskýrslunni og að „niðurstöður sérfræðiálits, eru þær að aðrar eldisaðferðir sem eru nefndir sem kostir í úrskurði ÚUA þykja ekki raunhæfir kostir enn þann dag í dag og þar að auki uppfylla þeir kostir ekki markmið framkvæmdarinnar, sem er að ala lax í sjókvíum á umhverfisvænan hátt.“

Nýta auðlindirnar

Ennfremur segir í bókun sveitarstjórnarinnar:

„Það er sérhverju samfélagi, stóru sem smáu, nauðsynlegt að geta nýtt
aðliggjandi auðlindir sér og íbúum sínum til hagsbóta. Í því samhengi skiptir
gríðarlega miklu máli að sú auðlindanýting skapi störf á svæðinu og auki
hagsæld íbúanna, fyrirtækjanna og samfélaganna í heild.“

Mynd og frétt af bb.is

 

Deila: