Í tilefni álits umboðsmanns Alþingis

Deila:

Hinn 25. janúar sl. birti umboðsmaður Alþingis álit nr. 9730/2018. Í framhaldi af birtingu álitsins svaraði Seðlabankinn spurningum fjölmiðla með eftirfarandi hætti: „Seðlabankinn tekur ábendingum umboðsmanns alvarlega og mun fara eftir tilmælum hans. Það er nú í lögfræðilegri skoðun hvað í því felst.“

Seðlabankinn hefur ekki lokið þessari skoðun enda er umfang málsins miklu stærra en kann að virðast við fyrstu sýn og getur varðað grundvöll fjármagnshafta sem refsiheimild frá því að þau voru sett á undir lok árs 2008 og þar til lögum um gjaldeyrismál var breytt á árinu 2011. Vegna fjölmiðlaumræðu, sem í sumum tilfellum hefur verið misvísandi varðandi það um hvað málið snýst, þykir Seðlabankanum rétt að gera nú að einhverju leyti nánari grein fyrir mati sínu á málinu.

Álit umboðsmanns Alþingis lýtur að afgreiðslu Seðlabanka Íslands á erindi þar sem þess var krafist að bankinn afturkallaði að eigin frumkvæði stjórnvaldssekt sem lögð var á vegna brota á reglum um gjaldeyrismál. Krafan var reist á umfjöllun ríkissaksóknara um gildi reglna um gjaldeyrismál í öðru máli vegna meintra brota á öðrum reglum en þeim sem ákvörðun bankans varðaði. Seðlabankinn taldi ekki forsendur til að afturkalla ákvörðunina, enda var bankanum kunnugt um umfjöllun ríkissaksóknara þegar hún var tekin.

Sjá hér í heild bréf Seðlabanka Íslands: Í tilefni álits umboðsmanns Alþingis. 19. febrúar 2019.

Deila: