Með tvo veitingavagna á Suðurnesjum
Maður vikunnar byrjaði að vinna átta ára í fiski, en var reyndar rekinn sama dag. Sjávarútvegurinn hefur engu að síður verið starfsvettvangur hans með ýmsum hætti og nú selur hann sjávarfang, fisk og franskar úr veitingavögnum.
Nafn:
Ég heiti Jóhann Issi Hallgrímsson
Hvaðan ertu?
Uppalinn í Grindavík.
Fjölskylduhagir:
Hamingjusamlega giftur Hjördísi Guðmundsdóttir og sameiginlegur barnahópur er 5 uppkomin, en engin barnabörn, svo vitað er um…… hehehe
Hvar starfar þú núna?
Ég rek, og á tvo veitingavagna sem eru á Suðurnesjum. Annar er fastur á Fitjum í Reykjanesbæ og hinn er notaður í önnur tækifæri, fer á milli sveitarfélaga á Suðurnesjum og sel fish & chips. Einnig hef ég farið með vagninn í brúðkaup, afmæli, hádegismat í fyrirtæki og fer um páskana í Vogana þar sem fermingarbarnið heimtar að hafa vagninn í veislunni. Gaman af því…..
Hvenær hófstu vinnu við sjávarútveg?
Ég hóf vinnu frekar ungur eða um 8 ára aldur að vinna við sjávarútveg, þá hjá Palla heitnum í Vísi, sem reynda rak mig sama dag (var eitthvað óþekkur)…..hehe annars byrjaði ég að fullu 13 ára með grunnskóla og eftir það lá leiðin 16 ára gamall á sjó.
Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?
Það skemmtilegasta við að vinna í sjávarútveg er hvaða tækifæri bjóðast hverju sinni, þetta er jú að mínu mati besta hráefni í heimi, íslenskur fiskur.
En erfiðast?
Það erfiðasta er að missa af öllum viðburðum hjá fjölskyldunni vegna sjómennsku og einnig starfsöryggi ofl…
Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?
Þegar veðurfréttir eru hunsaðar og ætt er út á sjó og legið í vari vegna veðurs.
Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?
Eftirminnilegasti vinnufélaginn…. þessi er erfið, ætli að það sé ekki hann Kolbeinn Marínóson sem hafði mest áhrif á mig í byjun minnar sjómennsku, og hans sem skipstjóri.
Hver eru áhugamál þín?
Áhugamál eru fyrir utan vinnuna, sem á að vera áhugamál, annars er ekki gaman í vinnunni. Golf !
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Uppáhaldsmatur er að sjálfssögðu fish & chips einsog ég geri það.
Hvert færir þú í draumafríið?
Draumfríið er auðvitað heimsreisa á skemmtiferða skipi, ætli ég tæki ekki Hjördísi með, annars yrði allt brjálað…….