Pönnusteiktur lax

Deila:

Íslenskt laxeldi sér okkur fyrir ferskum laxi alla daga ársins, en við borðum hann reyndar ekki á hverjum degi. Lax er sérlega hollur og góður matur og því sjálfsagt að hafa hann reglulega í matinn, svona eins og einu sinni í hverjum mánuði. Hann er hægt að matreiða á svo marga góða vegu að enginn ætti að fá leið á honum. Við mælum með þessari einföldu uppskrift:

Innihald:

4 laxabitar úr flaki, um 200 g hver

salt

malaður svartur pipar

2 msk extra-virgin ólívuolía

1 dl hvítvín

safi úr 1 og ½ sítrónu

2 hvítlauksrif sneidd

¼ tsk rauðar piparflögur

2 msk smjör

1 sítróna, sneidd

2 msk af fersku dilli, fint saxað

Aðferðin:

Hitið olíuna á góðri pönnu á meðalhita. Þegar olían er orðin heit, en ekki farin að brenna, leggið laxabitana á hana með roðið upp. Kryddið með salti og pipar. Steikið laxinn þar til hann er orðinn gullinn og snúið þá við.

Bætið víninu og safa úr 1 sítrónu, hvítlauk og rauðum pippar út á. Látið suðuna koma upp og ausið soðinu af og til yfir laxinn. Þegar laxinn er eldaður í gegn er hann tekinn af pönnunni. Bætið smjöri á pönnuna og því sem eftir er af sítrónusafanum og hrærið vel saman. Látið krauma þar til soðið hefur þykknað smávegis, eða í 2 mínútur.

Hellið sósunni yfir laxinn og berið fram með sítrónusneiðum, dilli og góðum soðnum kartöflum.

 

Deila: