Fjallar um leiðangra við Ísland

Deila:

Á málstofu Hafrannsóknastofnunar föstudaginn 15. mars nk. mun Robert S. Pickart, vísindamaður á Woods Hole Oceanographic Institution í Bandaríkjunum, fjalla um leiðangra sem hann hefur tekið þátt í á hafsvæðinu í kringum Ísland, meðal annars í samstarfi við Hafrannsóknastofnun. Einkum mun hann fjalla niðurstöður mælinga á djúpstraumi Íslandshafs.

Málstofan verður haldin í fyrirlestrarsal á 1. hæð Skúlagötu 4 og hefst kl. 12:30 og er öllum opin. Málstofunni verður jafnframt streymt á YouTube-rás stofnunarinnar. Athugið að erindið verður á ensku.

 

Deila: