Togararalli að ljúka
Ljósafell notaði bræluna í vikunni til að skjótast inn og landa. Aflinn var um 42 tonn. Skipið er enn í „Togararalli“ fyrir Hafrannsóknarstofnun og er nú búinn með 120 togstöðvar af þeim 149 sem skipið á að taka. Ef ekkert óvænt kemur uppá klárast það verkefni í dag.