Minni afli vegna loðnubrests

Deila:

Fiskafli íslenskra skipa í febrúar var 74 þúsund tonn sem er 13% minni afli en í febrúar 2018. Aflasamdrátturinn skýrist af samdrætti í loðnuafla en engin loðna veiddist í febrúar samanborið við tæp 37 þúsund tonn í febrúar 2018. Botnfiskafli nam 42 þúsund tonnum í febrúar og jókst um 12% miðað við sama mánuð 2018.

Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá mars 2018 til febrúar 2019 var rúmlega 1.187 þúsund tonn sem er samdráttur um 7% miðað við sama tímabil ári fyrr. Samdráttur í afla skýrist að mestu vegna samdráttar í uppsjávarafla.

Afli í febrúar, metinn á föstu verðlagi, var 5,4% meiri en í febrúar 2018 samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands.

Fiskafli
Febrúar Mars-febrúar
  2018 2019 % 2017-2018 2018-2019 %
Fiskafli á föstu verði
Vísitala 76 80 5,4      
Fiskafli í tonnum
Heildarafli 84.686 74.020 -13 1.275.915 1.187.204 -7
Botnfiskafli 37.459 42.031 12 475.900 491.235 3
Þorskur 24.071 27.422 14 279.561 279.262 0
Ýsa 3.987 5.787 45 41.387 53.309 29
Ufsi 4.302 3.589 -17 55.863 67.912 22
Karfi 3.381 3.358 -1 64.550 58.002 -10
Annar botnfiskafli 1.719 1.876 9 34.539 32.749 -5
Flatfiskafli 608 1.227 102 23.644 28.198 19
Uppsjávarafli 46.426 30.419 -34 765.904 654.829 -15
Síld 0 0 125.434 124.075 -1
Loðna 36.551 0 236.158 81.698 -65
Kolmunni 9.875 30.419 208 238.802 313.496 31
Makríll 0 0 165.510 135.560 -18
Annar uppsjávarfiskur 0 0 0 0
Skel-og krabbadýraafli 193 343 78 10.432 12.933 24
Annar afli 0 0 35 10 -72

 

Deila: