Nýr rækjurisi tekur troll frá Voninni

Deila:

Hinn nýi grænlenski rækjutogari Markus kom beint úr skipasmíðastöðinni í Vigo á Spáni til Færeyja til að sækja sér troll og tilheyrandi og taka olíu í Fuglafirði. Hann heldur svo beint til veiða.

Skipið er 80,80 metra lagt og 17 metra breytt. Þetta er fyrri frystitogarinn af tveimur, sem Grænlendingar smíða til veiða á rækju

Veiðarfæragerðin Vonin í Færeyjum sér skipunum fyrir trollum og öðrum tilheyrandi búnaði. Um er að ræða 3.600 möskva troll og 4.200 möskva, sem unnin eru út Fortisneti frá Voninni. Í „pakkanum“ eru sex fiskiskiljur, tveir tvöfaldir og fimm einfaldir pokar og „rockhoppers“ (steinastiklur) fyrir öll fjögur trollin sem eru um borð í skipinu. Auk þess eru gilsar og ýmis annar búnaður frá Voninni.

Fleiri myndir má sjá  hér

 

 

Deila: