Ráðstefnan Strandeldi hefst á fimmtudag

Deila:

Ráðstefnan Strandeldi um fiskeldi, skeldýra- og þörungarækt hefst næstkomandi fimmtudag. Hún er haldin á Grand Hótel og stendur fram á föstudag. Á ráðstefnunni verða flutt fjölmörg erindi og má meðal annars nefna tvö þeirra.

Jóhannes Valberg flytur erindið ,,Hvernig má lækka kolefnisspor með nýtingu gróðurhúsalofttegunda” í málstofunni  Þörungarækt á Íslandi – Tækifæri í framtíðinni eða iðnaður dagsins í dag?  Í lýsingu á erindi kemur eftirfarandi fram:
Farið verður lauslega yfir Bláa Lónið, þörunginn okkar og hvernig við notum hann. Við erum að rækta hann á afgasi frá virkjun í Svartsengi, sem annars færi út í andrúmsloftið. Þannig umbreytum við óæskilegum gróðurhúsalofttegundum í verðmæta afurð.

Theódór Kristjánsson, hjá Stofnfiski flytur erindið ,,Aukin erfðaframför í laxakynbótum með djúpfrystingu svilja” í málstofunni Tækniþróun – Hafeldi.  Síðustu 4 ár hefur Stofnfiskur unnið að rannsóknum á djúpfrystingu svilja til notkunar í kynbótum og framleiðslu. Rannsóknirnar hafa leitt til aukinnar gæða og afkastageta djúpfrystingar, sem leiðir aukinnar framfara í kynbótum. Djúpfryst svil jafnast nú fyllilega við gæði  ferskra svilja. Á síðasta ári voru 60 miljónir hrogna frjóvguð með djúpfrystum sviljum.

 

Deila: