Norðmenn fiska vel af kolmunna
Norsku kolmunnaskipin hófu veiðar á ný um síðustu helgi eftir langvarandi brælu. Á mánudag tilkynntu 15 skip um 26.360 tonna afla, og er það besti dagurinn á kolmunnavertíð norsku skipanna til þess. Bátarnir voru þá að veiðum vestan og norðan Broddgaltarbanka.
Flestir bátarnir lönduðu í Noregi en nokkrir fóru til Danmerkur. Á miðvikudag var svo tilkynnt um 10.000 tonna afla og var þá stór hluti flotans á leið inn til löndunar. 15 bátar hafa nú lokið við kvóta sinn á þessari vertíð.