Fjórföldun í fiskeldi

Deila:

Mikill vöxtur hefur verið í fiskeldi á Íslandi undanfarin ár og heildarframleiðslumagn hefur nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Framleidd voru rúm 19 þúsund tonn árið 2018 sem reyndar var samdráttur um tæp 1,8 þúsund tonn samanborið við árið 2017. Tekjur fyrirtækja í fiskeldi námu rúmum 19 milljörðum árið 2017 og hafa aukist mikið á undanförnum árum. Mikil fjárfesting hefur verið í greininni á síðustu árum en þrátt fyrir það er eiginfjárhlutfall sterkt, eða um 51% árið 2017 samkvæmt frétt frá Hagstofu Íslands.

Árið 2017 voru 435 launþegar hjá fiskeldisfyrirtækjum. Samhliða auknum umsvifum hefur útflutningsverðmæti fiskeldisafurða aukist mikið og nam 14,1 milljarði árið 2018, samanborið við 14,8 milljarða árið 2017. Uppistaðan í fiskeldinu voru lax og bleikja, en árið 2018 voru framleidd 13,5 þúsund tonn af eldislaxi og tæp 5 þúsund tonn af bleikju. Samkvæmt Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins, var Ísland í fjórða sæti yfir Evrópulönd sem framleiða eldislax árið 2016 og hér var framleitt mest magn af bleikju.

Eldistegundir og fyrirtæki
Magn slátraðs eldisfisks hefur næstum fjórfaldast á síðustu 10 árum og nam rúmum 19 þúsund tonnum árið 2018. Mest aukning hefur orðið í laxeldi sem fer úr 292 tonnum árið 2008 í tæp 13,5 þúsund tonn árið 2018. Bleikjueldi hefur verið stöðugra yfir tímabilið en tæpum 5 þúsund tonnum var slátrað á síðasta ári samanborið við 3,1 þúsund tonn árið 2008. Eldi á regnbogasilungi jókst mikið á tímabilinu og náði hámarki árið 2017 þegar 4,6 þúsund tonnum var slátrað en árið 2018 nam framleiðslan einungis 295 tonnum. Bleikja er alin í ferskvatni, en mikið er um að eldi laxaseiða og regnbogasilungsseiða sé í ferskvatni áður en fiskarnir eru settir í sjókvíar.

Tafla 1. Framleiðsla eldisfisks á Íslandi (tonn af óslægðum fiski)
Tegund 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018
Allar eldistegundir 5.029 5.165 5.050 5.309 7.431 7.053 8.328 8.383 15.129 20.859 19.077
Lax 292 714 1.068 1.083 2.923 3.018 3.965 3.260 8.420 11.265 13.448
Bleikja 3.124 2.405 2.427 3.021 3.089 3.215 3.411 3.937 4.084 4.454 4.914
Regnbogasilungur 6 75 88 226 422 113 603 728 2.138 4.628 295
Aðrar tegundir1 1607 1971 1467 979 997 707 349 458 487 513 420

1Eldi á skelfiskum meðtalið.

Fjöldi launþega hjá fiskeldisfyrirtækjum hefur aukist mikið á síðustu árum og voru um 435 manns árið 2017. Tekjur fyrirtækja í fiskeldi námu 19,3 milljörðum árið 2017 og hafa ríflega tvöfaldast frá árinu 2015. Þá hefur eiginfjárstaða atvinnugreinarinnar styrkst umtalsvert síðustu ár samhliða því sem lagt hefur verið í miklar fjárfestingar, sem sjá má í vexti varanlegra rekstrarfjármuna.

Tafla 2. Valdir liðir úr rekstrar- og efnahagsyfirliti (milljón krónur)
Fjármagnsliður 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017
0-2-0 Fjöldi launþega 164 173 163 217 241 268 306 339 406 435
1-1-0 Rekstrartekjur 2.995 3.447 3.960 4.466 6.220 6.654 9.328 9.588 14.391 19.303
1-2-2 Launakostnaður -666 -706 -804 -1.103 -1.375 -1.576 -2.169 -2.316 -3.203 -3.689
1-3-0 Hagnaður fyrir fjármagnsliði (EBIT) 539 456 929 664 496 206 153 -889 -1.719 924
1-8-0 Hagnaður skv. ársreikningum -643 131 705 293 44 -83 -378 -1.263 -1.609 -1.534
2-1-0 Varanlegir rekstrarfjármunir 2.076 2.140 2.820 3.609 5.699 8.554 11.084 11.087 15.266 20.634
2-2-2 Birgðir 2.048 1.845 2.599 3.792 4.742 6.574 8.756 11.222 11.465 13.178
2-3-1 Langtímaskuldir 3.756 2.154 3.599 3.417 4.377 6.278 9.154 10.773 10.707 11.990
2-3-2 Skammtímaskuldir 1.489 2.097 1.476 3.397 4.209 4.374 2.972 4.654 8.795 9.783
2-4-0 Eigið fé 143 1.025 2.060 2.691 5.020 7.684 11.808 11.761 17.398 22.193

Útflutningsverðmæti og samanburður við Evrópuríki
Heildarútflutningsverðmæti eldisfisks hefur nær sjöfaldast á síðustu 10 árum, úr tæpum tveim milljörðum króna árið 2008 í 13,7 milljarða króna árið 2017. Samkvæmt bráðabirgðatölum utanríkisverslunar fyrir árið 2018 lækkaði verðmæti útfluttra afurða um tæpar 700 milljónir á milli ára. Árið 2018 var 95,5% af eldislaxi fluttur út heill, ýmist ferskur eða frosinn, en 4,2% af útflutningnum voru flök og 0,3% lifandi fiskar eða seiði. Af útfluttum silungi árið 2018 voru 55,3% flök og 44,7% heill.

Tafla 3. Útflutningsverðmæti eldisfisks 2008-2018 (tonn/milljarðar króna)
Tegund Eining 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 20181
Allar eldistegundir Magn 2.129 1.983 1.809 2.289 4.011 3.754 4.504 5.555 9.692 14.765 14.087
Verðmæti 1,8 2,7 2,8 3,3 4,7 4,9 5,4 7,0 9,6 13,7 13,1
Lax Magn 232 364 380 462 1.791 1.192 1.621 2.089 5.526 8.691 9.636
Verðmæti 0,5 1,1 1,1 1,2 2,4 2,3 2,5 3,3 5,6 8,3 8,8
Silungur Magn 1.837 1.598 1.361 1.720 2.006 2.355 2.814 3.306 3.602 4.795 3.037
Verðmæti 1,2 1,6 1,5 2,0 2,2 2,5 2,9 3,6 3,6 4,5 3,4
Aðrar tegundir Magn 60 20 67 107 213 206 69 160 563 1279 1412
Verðmæti 0,2 0,1 0,1 0,1 0,1 0,1 0,1 0,2 0,5 0,9 0,8

12018 eru bráðabirgðatölur frá Utanríkisverslun.

Útflutningur á laxi árið 2017 var aðallega til Bandaríkjanna, Bretlands, Danmerkur, Hollands og Þýskalands. Bleikja hefur aðallega verið flutt út til Bandaríkjanna, Japan, Póllands og Þýskalands. Árið 2016 var Ísland var í 4 sæti yfir Evrópulönd sem framleiða mest af eldislaxi. Hins vegar var eldi á bleikju árið 2016 hvergi meira í Evrópu en á Íslandi.

Tafla 4a. Laxeldi í Evrópu frá 2008-2016 (tonn)
Land 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016
Bretland 128.744 144.663 154.633 158.310 162.547 163.518 179.397 172.146 163.135
Danmörk 11 2 3 .. 0 .. 394 420 1.279
Írland 9.218 12.210 15.691 12.195 12.440 9.125 9.368 13.116 16.300
Ísland 292 714 1.068 1.083 2.923 3.018 3.965 3.260 8.420
Noregur 737.694 862.908 939.575 1.065.975 1.232.095 1.168.324 1.258.356 1.303.346 1.233.619
Pólland .. .. .. 43 18 0 0 4 272
Tafla 4b. Bleikjueldi í Evrópu frá 2008-2016 (tonn)
Land 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016
Austurríki 13 44 45 116 120 142 151 208 193
Bretland .. 9 14 13 11 11 10 11 17
Ísland 3.124 2.405 2.427 3.021 3.089 3.215 3.411 3.937 4.084
Ítalía 61 63 135 99 148 165 16 33 ..
Noregur 468 421 492 276 309 281 285 257 333
Svíþjóð 586 .. 1.307 1.128 1.849 1.808 1.644 1.675 1.760

 

Deila: