Samfélagsskýrsla HB Granda komin út

Deila:

HB Grandi hefur birt samfélagsskýrslu fyrir árið 2018 þar sem fylgt er viðmiðum Global Reporting Initiative, G4. Þetta er í annað sinn sem félagið gefur út samfélagsskýrslu þar sem markmiðið er að upplýsa um ófjárhagslega þætti starfseminnar. Það er metnaður félagsins að öll starfsemi þess sýni í verki ábyrgð gagnvart auðlindum sjávar og samfélaginu öllu.

Meðal umfjöllunarefna eru útflutningur á frauðplasti, öryggi sjómanna, umhverfisverkefni, stafrænar lausnir, mannauðsmál og ýmis samfélagstengd verkefni.

Samfélagsskýrsla HB Granda hf. er nú aðgengileg á rafrænu formi á eftirfarandi slóð: samfelagsskyrsla2018.hbgrandi.is

 

Deila: