Heildarupplýsingar um makrílafla, úthlutun og millifærslur

Deila:

Fiskistofa birtir hér heildarupplýsingar um makrílveiðar íslenskra skipa frá 1996 til og með 2018.  Þarna má sjá sundurliðaðar allar úthlutanir á veiðiheimildum til skipa, allan afla og allar millifærslur á veiðiheimildum milli skipa og milli ára. Ennfremur eru þarna upplýsingar um tilfærslu á veiðireynslu milli skipa byggðar á tilkynningum þar um til Fiskistofu frá eigendum viðkomandi skipa.

Eins og alkunna er liggur fyrir  alþingi frumvarp til laga um hlutdeildasetningu makrílsins. Þessi gögn sem hér eru birt verða lögð til grundvallar á úthlutun hlutdeilda í makríl verði sett lög þar að lútandi.

Útgerðir eru hvattar til að yfirfara gögnin og  koma með ábendingar eða athugasemdir ef einhverjar eru til Fiskistofu.

Senda skal ábendingar og athugasemdir á fiskistofa@fiskistofa.is

Heildarupplýsingar  um makrílafla íslenskra skipa 1996 til 2018

Skýringar við skjalið eru hér að neðan:

  1. Flipi  nr. 1 “Landanir og veiðireynsla” sýnir allar landanir í makríl eftir skipum og dagsetningu þeirra.
    • Fram kemur eigandi skipsins við löndun ásamt kennitölu nema þegar um einstaklinga er að ræða.
    • Þá kemur þar fram hvaða skip telst búa yfir þeirri veiðireynslu sem  löndunin skapaði.
    • Í tilvikum þar sem veiðireynslan var flutt sést af hvaða  skipi  viðkomandi  veiðireynsla var flutt og hvaða skip býr yfir  veiðireynslunni nú. Farið verður með þessa flutninga á veiðireynslu þannig við ákvörðun hlutdeilda að aflinn í hverri línu í þessum flipa telst  tilheyra því skipi sem  nú býr yfir veiðireynslunni en ekki  skipið sem upphaflega veiddi aflann.
    • Undir flipanum má sjá veiðisvæðið þar sem  aflinn var veiddur.  Þegar  svæðið er merkt sem “Utan landhelgi” þýðir það alþjóðlegt veiðisvæði eins og  t.d. síldarsmuguna austur af landinu.
    • Dálkurinn sem  er merktur “Magn aflastaða” sýnir þann afla sem landað var í kg.
    • Í sumum  tilfellum  er dregið frá 2% vatnsfrádrag frá löndunartölunni og kemur það fram í aftasta dálkinum sem er undir flipanum. Reglur um þetta atriði hafa verið breytilegar eftir vertíðum og tegund veiða.
  2. Flipi nr. 2 “Flutningur veiðireynslu” sýnir allar þær tilkynningar um flutning veiðireynslu í makríl milli skipa sem borist hafa Fiskistofu.
    • Fram kemur  frá hvaða skipi veiðireynslan var flutt og til hvaða skips.
    • Þá kemur fram hvort veiðireynslan hafi verið flutt að öllu leyti eða að hluta á skipið sem veiðireynslan var framseld til.
    • Loks er gefin upp dagsetning sem sýnir fram til hvaða dags veiðireynslan nær sem flutt var milli skipa.
  3. Flipi nr. 3 “Úthlutanir og millifærslur” sýnir fyrir hvert skip hver eigandinn var við tiltekna úthlutun eða millifærslu.
    • Einnig kemur fram hver útgerð skipsins var. Aftur gildir að kennitölur eru ekki gefnar upp þegar um einstaklinga er að ræða.
    • Dálkur með tilvísunarnúmerum vísar til færslna í kerfum Fiskistofu.
    • Dálkur merktur “Tímabil” sýnir árið/vertíðina sem viðkomandi heimild kom á skip.
    •  Dálkurinn “Heimild2” sýnir hvort um er að ræða úthlutun, millifærslu milli skipa eða milli ára.
    • Dálkurinn “Í gildi” sýnir hvenær millifærslan átti sér stað
    • Dálkurin “Magn” sýnir veiðiheimildina sem um ræðir í kg.
    • Dálkurinn “Pottur heiti” sýnir hvaða potti viðkomandi skip tilheyrðu.

 

Deila: