Það gefur á bátinn

Deila:

Veður eru rysjótt um þessar mundir. Þrálátar brælur hafa gert sjómönnum lífið leitt, en um það þýðir lítið að fást. Það verður að sækja fiskinn, því neytendur ytra vilja fisk á sinn disk og engar refjar. Þeir spyrja ekki um veðurfar við Íslandsstrendur.

Innsiglingin til Grindavíkur var á árum áður erfið og þurftu menn að þekkja vel til þegar komið var þangað inn í vondum veðrum. Nú eru aðstæður miklu betri en engu að síður lemur Ægir konungur hressilega á bátunum, þegar þeir koma inn í brælu. Þessa syrpu af myndum tók Jón Steinar Sæmundsson af línubátnum Valdimar GK, þegar hann var að koma inn um helgina. Ölduhæð var um 6,6 metrar og nokkuð hvasst.

Deila: