Hlökk ST með mest af grásleppu

Deila:

Heildarafli á grásleppuvertíðinni var nú um páskana kominn í 1.887 tonn, en á sama tíma fyrir ári var aflinn 1.894 tonn. Fimmtán bátar eru komnir með meðalafla á dag yfir einu tonni. Samkvæmt lista á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda er Hlökk ST aflahæst með 39,5 tonn og meðalafla á dag 1.315 kíló af óslægðri grásleppu.

Mjög misjafnt er hve marga veiðidaga bátarnir eru komnir með en leyfilegur fjöldi veiðidaga í ár er 44 dagar. Sömuleiðis er misjafnt hvenær bátarnir hafa byrjað veiðarnar, en þær máttu hefjast 20. mars síðastliðinn.

Deila: