Væri til í að skoða Víetnam

Deila:

Stjörnufiskur í Grindavík er ein af mörgum harðfiskverkunum landsins. Maður vikunnar að þessu sinni stjórnar þar daglegum rekstri. Hann er uppalinn í Borgarfirði, en byrjaði að vinna í fiski hjá Bylgjunni í Ólafsvík. Áhugamál hans eru skotveiði og lyftingar.

Nafn?

Guðni Már Þorsteinsson.

Hvaðan ertu?

Ég ólst upp í Borgarfirði, en svo fór ég til Ólafsvíkur. Var þar í 20 ár og flutti til Grindavíkur fyrir rúmum þremur árum og líkar vel.

Fjölskylduhagir?

Giftur Magðalenu Kristjánsdóttur og á þrjú börn. Þau eru Særós Freyja, Elma Rún og Freyþór Már.

Hvar starfar þú núna?

Ég sé um Stjörnufisk.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Byrjaði 1996 í Fiskiðjunni Bylgjunni í Ólafsvík.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Það er svo margt. Fólkið og enginn dagur eins.

En það erfiðasta?

Veðrið.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Ég hef upplifað allskonar brosleg atvik.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Rögnvaldur Erlingur Sigmarsson (Eddi).

Hver eru áhugamál þín?

Skotveiði og lyftingar.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Harðfiskur.

Hvert færir þú í draumfríið?

Er til í að skoða Víetnam.

 

Deila: