Formennska í Norðurskautsráðinu framundan

Deila:

Á ráðherrafundi Norðurskautsráðsins í næstu viku tekur Ísland við formennsku til tveggja ára undir yfirskriftinni „Saman til sjálfbærni á norðurslóðum“. Norðurskautsráðið er mikilvægasti samráðsvettvangurinn um málefni norðurslóða og alþjóðapólitískt vægi formennskunnar hefur aukist til muna á undanförnum árum.

„Með sjálfbæra þróun að leiðarljósi mun íslenska formennskan meðal annars beina kastljósinu að málefnum hafsins, loftslagsmálum og endurnýjanlegri orku, auk stuðnings við samfélög á norðurslóðum,“ sagði utanríkisráðherra í ræðu sinni á Alþingi. Á fyrsta ári formennskunnar er ráðgert að fjórir meginfundir Norðurskautsráðsins verði haldnir á Íslandi, víðsvegar um land.

Deila: