Steiktur lax með sítrus-balsamic vinaigrette

Deila:

Jæja, nú gæðum við okkur á laxi. Hollur og góður fiskur, sem þökk sé laxeldi, er alltaf fáanlegur á viðráðanlegur verði. Þessa fínu uppskrift fundum við hjá Norðanfiski, sem heldur úti uppskriftasíðunni fiskurimatinn.is Við mælum með fiskneyslu tvisvar í viku að minnsta kosti, en þannig förum við ekki aðeins að ráðleggingum embættis landlæknis, heldur fáum hollan og góðan mat.

Innihald:

  • 800 g lax
  • 180 ml ferskur appelsínusafi
  • 60 ml balsamedik
  • 1 ansjósa, söxuð
  • 2 msk jómfrúarolía
  • 2 msk skalotlaukur, fínsaxaður
  • Ögn af salti og pipar

Aðferð:

Blandið öllu saman í t.d sultukrukku og hristið vel þannig að allt blandist vel saman. Steikið fiskinn í u.þ.b. 3–4 mín. á hvorri hlið (fer eftir þykkt). Kryddið með salti og pipar. Færið fiskinn á fat og haldið heitum, setjið sósuna úr krukkunni á pönnuna og hitið vel og berið fram með fisknum.

 

Deila: