Norðingur landaði á Fáskrúðsfirði

Deila:

Færeyska uppsjávarskipið Norðingur KG 121 landaði um 1.900 tonnum af kolmunna nú í vikunni. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem skipið landar hjá Loðnuvinnslunni hf.

Kolmunnaskip frá Færeyjum, Íslandi og fleiri löndum hafa verið að kolmunnaveiðum að undanförnu innan lögsögu Færeyja og aflað vel síðustu daga. Kolmunninn er á norðurleið að venju, en töluvert er þar til hann gengur inn í íslensku lögsöguna.

Deila: