Sýna uppboð á fiski

Deila:

Hér á árum áður var fiskverkun í Bakkaskemmu við Grandabryggju. Fljótlega mun Sjávarklasinn opna sýningar- og sölurými við hlið Granda Mathallar sem nefndur verður Fiskmarkaðurinn á Granda.

Á Fiskmarkaðnum á Granda gefst gestum kostur á að sjá þegar ferskur fiskur, sem landað er við Grandabryggju, kemur inn á Fiskmarkað Íslands og fer þar á uppboð. Á virkum dögum kl 13:00 fer uppboðið fram á netinu.

„Gestir Mathallarinnar og Fiskmarkaðarins geta einnig fræðst um hvernig Íslendingar búa til ýmsar vörur úr pörtum fisksins sem aðrar þjóðir henda. Þær vörur eru einnig til sýnis og sölu á Fiskmarkaði Granda. Svo geta gestir mátað íslenska sloppinn, sem notaður er í öllum fiskvinnsluhúsum á landinu. Loks er hægt að sjá næstum spriklandi og nýveiddan fisk á markaðnum eða snæða hann í Mathöllinni,“ segir á heimasíðu Sjávarklasans.

 

Deila: