Risalax í grásleppunetin

Deila:

Stórlax veiddist í grásleppunet austur í Norðfirði núna fyrir stuttu og hér má sjá myndband af ferlíkinu. Eins og sjá má var hann 114 cm að lengd og 63 cm í ummáli og líklega hrygna. Veiðimálstofnun er að rannsaka sýni úr laxinum og nánari fréttir koma svo frá þeim vonandi um uppruna hans fljótlega. Er hann norskur eða var hann kannski einn af þeim stóru á leið í Breiðdalinn? Er spurt á strengir.is

Vegna fréttar um veiði á stórlaxi í sjó vill Fiskistofa benda á að ekki má veiða lax í sjó. Ef lax veiðist í veiðitæki í sjó skal sleppa honum strax aftur. Um þetta gildir 14. gr. laga nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði.

Ef lax veiðist í sjó skal hann gerður upptækur, sbr 53. gr. laganna. Fiskistofa hefur vakið athygli lögreglu á nefndri frétt.

https://www.youtube.com/watch?v=eG5-izIpLsA

Deila: