Hátíð hafsins haldin í Reykjavík

Deila:

Hátíð hafsins verður haldin í 21. sinn, dagana 1. og 2. júní, á Grandagarðinum. Hátíðarsvæðið nær frá Hörpu, gegnum Gömlu höfnina, út á Grandagarð og að HB Granda. FaxaflóahafnirHB Grandi og Sjómannadagsráð standa sameiginlega að framkvæmd Hátíðar hafsins 2019 og eru meginstoðir hátíðarinnar.

Hátíðin samanstendur af Hafnardeginum og Sjómannadeginum og er haldinn í þeim tilgangi að gefa fjölskyldufólki tilefni til að heimsækja hafnarsvæðið í Reykjavík og kynnast hafnarstarfsemi, útgerð og störfum sjómanna. Tónlist, skemmtun og veitingastaðir á svæðinu gleðja gesti og gangandi með ýmsu góðgæti. Gamla höfnin iðar einfaldlega af lífi þessa helgi.

Frekari upplýsingar um dagskrá Hátíðar hafsins 2019, má finna á heimasíðu hátíðarinnar.

 

Deila: