Fiskur í kókoskarrý

Deila:

Nú leiðum við saman indverska matreiðslu og íslenskan hágæða fisk. Þetta er blanda sem passar ótrúlega vel saman. Uppskriftin er vinsæl í Kerala, sem er á sunnaverðu Indlandi. Fiskinn höfum við að sjálfsögðu af Íslandsmiðum, enda fáum við hvergi betri fisk. Við getum notað nánast hvaða hvítan fisk sem við kjósum, þorsk, ýsu, ufsa, skötusel og svo framvegis. Allt eftir kenjum hvers og eins.   Uppskriftin er úr Good Food magazine og er rétturinn bæði hollur og bragðgóður.

Ingredients:

300g basmati hrísgjórn

1 msk matarolía

2 stórir lauka, sneiddir

2 hvítlauksrif, söxuð

450g tómatar, skorning í teninga

3 msk karrýmauk

400g dós af kókoshnetumjólk

4 200g bitar af hvítum fiski svo sem þorski, ýsu, ufsa eða skötusel, skornir í smærri bita.

½ búnt af ferskum kóríander, fínt saxaður.

Aðferð:

Sjóðið grjónin eftir leiðbeiningum á umbúðum. Meðan grjónin eru að sjóða, hitið olíuna á stórri pönnu og steikið laukinn uns hann fer að mýkjast. Bætið hvítlauknum og tómötunum út í og látið malla í 2 mínútur. Setjir karrýmaukið út í og hrærið í 2 mínútur. Hellið loks kókosmjólkinni út á og látið suðuna koma upp.

Bætið fiskinum út á pönnuna og látið malla við vægan hita í 5 til 8 mínútur, eða þar til fiskurinn er fulleldaður. Stráið kóríander yfir og berið fram með grjónunum.

 

Deila: