Ráðgjöfin kynnt
Hafrannsóknastofnun mun kynna ráðgjöf helstu nytjastofna sjávar fyrir fiskveiðiárið 2019/2020 á fimmudaginn klukkan 10.00. Kynningin mun fara fram í fyrirlestrarsal á fyrstu hæð á Skúlagötu 4.
Líkt og fyrri ár mun Hafrannsóknastofnun kynna ráðgjöf fyrir flesta botnfiskstofna á Íslandsmiðum auk ráðgjafar fyrir nokkra stofna hryggleysingja. Einnig verður ráðgjöf veitt fyrir sumargotssíld en ráðgjöf um veiðar úr öðrum uppsjávarfiskistofnum er birt á haustin.