Ráðstefna til heiðurs Ragnari Árnasyni

Deila:

Félagsvísindasvið Háskóla Íslands, Hagfræðideild, Hagfræðistofnun og RNH halda alþjóðlega ráðstefnu um fiskihagfræði til heiðurs Ragnari Árnasyni, fyrsta og eina prófessor Háskóla Íslands í fiskihagfræði, föstudaginn 14. júní 2019 í hátíðasal Háskóla Íslands kl. 16–18.

Jón Atli Benediktsson háskólarektor setur ráðstefnuna, en Birgir Þór Runólfsson dósent stjórnar henni. Erindi flytja prófessorarnir Trond Bjorndal, Rögnvaldur Hannesson, Gordon Munro og James Wilen, sem allir eru heimsþekktir fiskihagfræðingar. Umsegjandi er prófessor Corbett Grainger, en einnig er gert ráð fyrir frjálsum umræðum. Ragnar segir nokkur orð í ráðstefnulok.  Að ráðstefnunni lokinni verður móttaka á Litla Torgi í Hámu kl. 18–19. Háskólaútgáfan mun næsta haust gefa út 200 bls. afmælisrit til heiðurs Ragnari, og eru þar endurprentaðar 10 helstu vísindaritgerðir hans. Nefnist ritið Fish, Wealth and Welfare og kostar 6.990 kr.

Hér geta menn skráð sig á Tabula Gratulatoria ritsins.

Deila: