Geir bóndi sá eftirminnilegasti

Deila:

Maður vikunnar er frá Malarrifi og er sjómaður á aflafleyinu Bárði SH 81. Hann stundar þar netaveiðar undirstjórn föður síns, en þeir feðgar taka í sumar í notkun nýjan Bárð, stærsta plastveiðibát Íslandssögunnar. Þeir geta þá borið að landi að minnsta kosti 55 tonn í róðri. Sá gamli tekur 16 til 18 tonn með góðu móti. Til hamingju með nýjan bát, feðgar og fjölskyldur.

Nafn: Pétur Pétursson.

Hvaðan ertu?

Malarrifi.

Fjölskylduhagir?

Unnusta og tvö börn.

Hvar starfar þú núna?

Sjómaður á Bárði SH 81.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Líklegast þegar ég fór á grásleppu með pabba árið 2002.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Góð veiði og sléttur sjór – þá gleymir maður bræludögunum.

En það erfiðasta?

Löngu tarnirnar.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Pass, man ekkert eftir neinu þannig sérstöku.

Hver er eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Geir bóndi.

Hver eru áhugamál þín?

Fjölskyldan, vinir og golf.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Fiskibollurnar hennar mömmu.

Hvert færir þú í draumfríið?

Maldives eyjar.

 

Deila: