Strandveiðar ganga vel

Deila:

Strandveiðar hafa gengið nokkuð vel í sumar og í byrjun þessa mánaðar var heildarafli þeirra orðinn um 5.000 tonn, sem er 9% aukning miðað við sama tíma í fyrra.

Hlutfallslega er aukning mest á svæði D, sem er fyrir Suðurlandi, eða um 20%. Þar er aflinn nú orðinn um 1.200 tonn. Mestur er aflinn eins og venjulega á Svæði A, sem nær frá Snæfellsnesi og vestur á Firði. Þar er aflinn kominn ríflega 2.300 tonn.

Á myndinni eru strandveiðibátar að landa í Grindavíl. Ljósmynd Hjörtur Gíslason.

Deila: