Fjóla landaði makríl í Keflavík

Deila:

Nokkri smábátar hafa nú byrjað á makrílveiðum og landaði einn þeirra, Fjóla GK, í Keflavík í dag. Aflinn var um 9 tonn, eða 30 kör. Skipstjóri á bátnum er Dennis og sagðist hann hafa fengið aflann austur af Keflavík og utan við Helguvík og lét hann vel af aflabrögðum.

Smábátar hafa mokfiskað makríl undanfarin ár við Keflavík og kannski er þetta upphaf nýrrar aflahrotu þetta árið. Makríllinn var stór og vel feitur og fer í vinnslu hjá Saltveri í Reykjanesbæ.

Myndir Hjörtur Gíslason.

Deila: