Þinganes með mest af humri

Deila:

Þinganes ÁR er nú með langmestan humarafla þeirra báta sem landað hafa humri á þessu fiskveiðiári. Heildarafli hefur aldrei verið minni, en átta bátar hafa landað samtals 88 tonnum miðað við slitinn humar.

Þinganesið hefur nú landað 25 tonnum. Næstur kemur Fróði ÁR með 15,5 tonnum. Þá kemur Jón á Hofi ÁR með 14,6 tonn og Brynjólfur VE með 10,8. Þá Skinney SF með 6,9 tonn, Drangavík VE er með 5,6 tonn. Þórir SF með 5,4 tonn og Sigurður Ólafsson SF með 4 tonn.

Humarstofninn er nú í sögulegu lágmarki og og enginn kvóti hefur verið gefinn út. Aflinn hefur farið lækkað ár frá ári undanfarin ár og framvindan er óljós.

Deila: