Síld að hrygna undir Krísuvíkurbjargi

Deila:

„Það var frekar lélegt í dag, aðeins um 300 kíló, en það er mikið af síld að hrygna undir Krísuvíkurbjarginu og makríllinn er líka kominn.“ Þetta sagði trillukarlinn Einar Haraldsson, þegar hann kom í land síðdegis í gær til löndunar í Grindavík. Hann er líklega með þeim eldri sem stunda strandveiðina.

Nokkrir strandveiðibátar bátar voru þá að landa, en veiðar á suðursvæðinu hafa gengið mun betur í ár en í fyrra. Eftir 10 daga veiði í júní er aflinn orðinn 480 tonn en eftir sama tíma á veiðum í fyrra var aflinn aðeins 313 tonn. Það sem af er tímabilinu er aflinn á suðursvæðinu orðinn 1.431 tonn, sem er 310 tonnum eða 22% meira en í fyrra.
Myndir Hjörtur Gíslason.

 

Deila: