Línuívilnun minnkar

Deila:

Samkvæmt reglugerð um línuívilnun fyrir yfirstandandi fiskveiðiár má hún vera 3.445 tonn upp úr sjó en á síðasta fiskveiðiári var magnið 4.855 tonn. Minnkunin er 1.410 tonn eða 29%. Segir í frétt á heimasíðu ráðuneytisins að  lækkun magns í línuívilnun taki mið af nýtingu línuívilnunar á þessu fiskveiðiári.

Skiptingin milli einstakra fisktegunda er þannig að línuívilnunin í þorski takmarkast við 2.000 tonn,  850 tonn af ýsu, 500 tonn af steinbít, 60 tonn af löngu, 15 tonn af keilu og 20 tonn af gullkarfa.

Frá og með 1. september 2019, má við línuveiðar dagróðrabáta með línu, sem beitt er í landi, landa 20% umfram þann afla í þorski, ýsu, steinbít, keilu, löngu og gullkarfa sem reiknast til aflamarks þeirra, í einstökum róðrum. Einnig er heimilt við línuveiðar dagróðrabáta með línu sem stokkuð er upp í landi, að landa 15% umfram þann afla í þorski, ýsu, steinbít, keilu, löngu og gullkarfa sem reiknast til aflamarks þeirra, í einstökum róðrum. Heimild þessi er bundin ákveðnum skilyrðum samkvæmt reglugerð.
Reglugerð um línuívilnun

 

Deila: