Tómas farinn til veiða

Deila:

Nýr frystitogari Þorbjarnar hf í Grindavík Tómas Þorvaldsson hélt í sína fyrstu veiðiferð frá Hafnarfirði síðastliðinn fimmtudag þar sem hann var í skveringu. Þorbjörn fékk skipið afhent í júní sl. eftir að hafa keypt það frá Grænlandi.
Togarinn var smíðaður í Noregi árið 1992 fyrir Skagstrending hf. á Skagaströnd og hét þá Arnar HU 1. Arnar var seldur til Grænlands árið 1995 og fékk þá nafnið Sisimiut. Sisimiut er 67 metra langur og 14 metra breiður.
Myndir og texti af fésbókarsíðunni Bataogbryggjubrolt sem Jón Steinar Sæmundsson heldur úti.

https://www.facebook.com/Bataogbryggjubrolt/videos/2363367797091068/

Deila: